Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdaleyfi til Landsnets fyrir Sandskeiðslínu 1

Framkvæmdaleyfi til Landsnets fyrir Sandskeiðslínu 1

92
0

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. júní sl. að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. vegna framkvæmdarinnar Sandskeiðslína 1, 220/400 kV háspennulína (einnig nefnd Lyklafellslína 1). Nánar tiltekið er um að ræða háspennulínu sem fyrirhugað er að reisa milli tengivirkja við Sandskeið og í Hafnarfirði og nefnd hefur verið Sandskeiðslína 1. Samkvæmt umsókn er talið nauðsynlegt að ráðast í umrædda framkvæmd og reisa nýja háspennulínu sem annað gæti orkuflutningi til Hafnarfjarðar í stað Hamraneslína 1 og 2, sem teknar verða úr notkun og rifnar niður eftir að Sandskeiðslína 1 hefur verið tekin í notkun.

<>

Framkvæmdinni er lýst í framkvæmdaleyfisumsókn og fylgiskjölum og er leyfið veitt á grundvelli þeirra í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Matsskýrsla vegna framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar liggur fyrir og má finna hér að neðan.

Ákvörðun um útgáfu framkvæmdaleyfis var auglýst í Lögbirtingarblaðinu þann 3. júlí sl. Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin er athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30 félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins innan mánaðar frá birtingu auglýsingar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar uua.is. Samkvæmt ofangreindu rennur kærufrestur því út 3. ágúst n.k.

 

Sjá framkvæmdaleyfi hér

Fylgiskjöl og greinargerðir má nálgast hér fyrir neðan:

Heimild: Hafnarfjordur.is