Home Fréttir Í fréttum Niðurstöður í hugmyndasamkeppni um Laugaveg/Skipholt

Niðurstöður í hugmyndasamkeppni um Laugaveg/Skipholt

95
0
Hugmyndasamkeppni um Laugaveg/Skipholt

Fimmtudaginn 6. júlí voru niðurstöður í hugmyndasamkeppni um Laugaveg/Skipholt kynntar. Samkeppnin var skilgreind sem lokuð hugmyndasamkeppni og alls voru fimm teymi valin að undangengu forvali.

<>

Niðurstaða dómnefndar er sú að allar tilllögurnar fimm eru metnaðarfullar og í alla staði mjög frambærilegar og í flestum fleirra eru hugmyndir sem vert er að skoða nánar í framhaldsvinnu. Eftir yfirferð tillagna var dómnefnd sammála um verðlaunatillögu og komst að niðurstöðu á fundi sínum þann 27. júní 2017. Nafnaleynd var rofin á fundi 3. júlí 2017 að viðstöddum trúnaðarmanni.

Dómnefnd ákvað að veita tillögu auðkennd 14046 fyrstu verðlaun. Sú tillaga er unnin af Yrki arkitektum.

Eins og kemur fram í dómnefndarálitinu þá sýnir tillagan byggð með látlaust yfirbragð, þar sem fíngerð randbyggð fellur vel að því byggðamynstri sem er í Holtunum. Tillagan býður upp á mikinn sveigjanleika til frekari þróunar í sterku heildarsamhengi.

Hér má nálgast Dómnefndarálit Laugavegur_Skipholt

Heimild: AI.is