Home Fréttir Í fréttum Landsnet hefur borgað verkfræðistofunni ARA 172 milljónir án útboðs

Landsnet hefur borgað verkfræðistofunni ARA 172 milljónir án útboðs

298
0
Mynd: Landsnet

Landsnet, dótturfyrirtæki Landsvirkjunar hefur keypt þjónustu fyrir 172 milljónir hjá verkfræðistofunni ARA. Fyrrverandi forstjóri Landsnets vinnur nú sem sérfræðingur hjá ARA.

<>

Lands­net hefur borgað verk­fræði­stof­unni ARA Engineer­ing 172 millj­ónir fyrir sér­fræði­þjón­ustu á síð­ustu sjö árum. Fyrr­ver­andi for­stjóri Lands­nets vinnur nú sem sér­fræð­ingur hjá ARA.

Verk­fræði­stofan ARA Engineer­ing var stofnuð árið 2010 og hefur hefur á þeim tíma sinnt 52 verk­efnum fyrir Lands­net. Engin þess­ara verk­efna voru komin á með útboði, en ARA hefur tekið þátt í tveimur útboðum og fengið verk­efnið í hvor­ugt skipt­ið.

Þórður Guð­munds­son, for­stjóri Lands­nets til árs­ins 2015, starfar nú sem sér­fræð­ingur á vegum ARA. Guð­mundur Ingi Ásmunds­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Þórð­ar, tók við af honum sem for­stjóri Lands­nets.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Einar Snorri Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­nets, verk­efni ARA vera í sam­ræmi við inn­kaupa­reglur þeirra, en mörg þess­ara verk­efna hafi verið valin á grund­velli sér­þekk­ingar á við­fangs­efn­inu.

Kostn­aður þess­ara 52 verk­efna var hæst 14,2 millj­ónir og lægst 50 þús­und. Alls hefur Lands­net borgað ARA Engineer­ing tæpar 172 millj­ónir vegna sér­fræði­verk­efna á síð­ustu sjö árum.

Lands­net er að hluta til opin­bert fyr­ir­tæki, en eig­endur þess eru Lands­virkj­un, RARIK, Orku­veita Reykja­víkur og Orkubú Vest­fjarða.

Heimild: Kjarninn.is