
Á dögunum voru opnuð tilboð í nýja götu á Hvolsvelli, Gunnarsgerði, sem er norðan við Njálsgerði.
Eitt tilboð barst í verkið, frá Aðalleið ehf. í Hveragerði, og hljóðaði það upp á rúmar 67,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun við verkið er 81 milljón króna.
Alls verða 27 íbúðir við götuna, í rað-, par- og einbýlishúsum. Lóðum verður úthlutað innan tíðar.
Heimild: Sunnlenska.is