Home Fréttir Í fréttum Ekki geti orðið af framkvæmdum að óbreyttu

Ekki geti orðið af framkvæmdum að óbreyttu

64
0
Innanríkisráðherra gerir athugasemdir við að Reykjavíkurborg hafi veitt leyfi til framkvæmda við Hlíðarenda, og telur það ótímabært í ljósi gildandi skipulagsreglna Reykjavíkurflugvallar. Óheimilt sé að reisa mannvirki á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Valsmanna.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sendi Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, bréf vegna framkvæmdanna á svæði Valsmanna við Hlíðarenda. Kjarninn greindi fyrst frá. Í bréfinu segir Ólöf ljóst að þær framkvæmdir, sem þegar eru hafnar, séu undanfari frekari uppbyggingar og byggingaframkvæmda á svæðinu, en ekki geti orðið af þeim framkvæmdum nema með breytingum á skipulagsreglum Reykjavíkurflugvallar.

<>

Samgöngustofa hefur til umfjöllunar möguleg áhrif lokunar Norðaustur-suðvestur flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli, auk þess sem nefnd um framtíð flugvallarins hefur ekki enn lokið störfum.

Flugbrautinni ekki lokað fyrr en niðurstöður nefndar liggi fyrir
Innanríkisráðherra segir að á meðan niðurstöður nefndarinnar liggi ekki fyrir og ekki hafi verið teknar ákvarðanir á grundvelli tillagna hennar, verði flugbrautinni ekki lokað, eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiði til þess að flugbrautin verði tekin úr notkun. Því sé með öllu ótímabært að gefa út framkvæmdaleyfi og hefja framkvæmdir á svæðinu. Innanríkisráðuneytið skorar á Reykjavíkurborg að virða gildandi skipulagsreglur.

Dagur B. Eggertsson, hefur sagst bundinn af samningum og gildandi skipulagi, og því skylt að gefa út framkvæmda- og byggingarleyfi. Hann segir að framkvæmdirnar sem nú séu hafnar snerti ekki flugvöllinn og fyrstu áfangar framkvæmda á Valssvæðinu séu utan við áhrifasvæði flugbrautarinnar.

Heimild: Rúv.is