Home Fréttir Í fréttum Hækkun húsaleigubóta getur hækkað húsaleigu

Hækkun húsaleigubóta getur hækkað húsaleigu

89
0

Hækkun húsaleigubóta mun ekki skila sér strax til leigjenda að mati hagfræðings.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt til róttækar breytingar á aðkomu ríkisins að húsnæðismálum. Eitt af markmiðum aðgerðanna er að jafna húsaleiguog vaxtabætur eftir því sem frekast er unnt. Grunnupphæð vaxtabóta er nú 33 þúsund krónur en grunnupphæð húsaleigubóta er 22 þúsund krónur. Eygló hefur lýst því yfir að ekki standi til að lækka vaxtabæturnar og því gætu húsaleigubætur hækkað um allt að 50% ef áform hennar ná fram að ganga.

<>

Tillögur Eyglóar voru til umræðu í viðtali við hana í þættinum Vikulokin á Rás 1 síðasta laugardag. Á meðal þess sem hún ræddi um var stuðningur við kaupendur fyrstu íbúðar. Eygló sagði hluta af séreignarsparnaðarhluta leiðréttingarinnar gagnast ungu fólki, en að fleiri hugmyndir væru á teikniborðinu. „Við höfum núna verið að skoða að fara sambærilega leið og breska ríkisstjórnin kynnti nýlega til þess að búa til aukahvata. Þannig að þegar þú ert búinn að spara í ákveðinn tíma fyrir húsnæði og tekur ákvörðun um að kaupa þá kemur ríkið með einhvers konar stofnframlag á móti,“ sagði Eygló í viðtalinu.

Leiguverð hækkar

„Fyrst í stað hækkar leiguverð,“ segir Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, spurður um möguleg áhrif þess að hækka húsaleigubætur og jafna þær með vaxtabótum.

Heimild: Vb.is