Home Fréttir Í fréttum Munu nýta efnið úr Hlíðarendaá í vegagerð við Norðfjarðargöng

Munu nýta efnið úr Hlíðarendaá í vegagerð við Norðfjarðargöng

135
0
Verktakar að störfum við Hlíðarendaá. Snorri Aðalsteinsson

Efnið sem grafið var upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði og stíflaði árfarveginn með framburði sínum, verður að hluta til nýtt í vegagerð við Norðfjarðargöng. Verktakar eru þegar hafnir við að ferja burt efnið. Þetta kemur fram í frétt Austurfrétta.

<>

Unnið var að því að moka burt efnið frá klukkan fjögur á laugardag til klukkan tvö í nótt. Heilmikil möl og framburður var grafin upp úr ánni í gær eða um 12-14 þúsund rúmmetrar.

Ekki er búið að meta tjónið á svæðinu en búist er við að ekki sé langt í það. Búið er að opna veginn í Mjóafirði eftir að skriða féll á veginn.

Heimild: Visir.is