Home Fréttir Í fréttum Costco fær að stækka bens­ín­stöðina í Garðabæ

Costco fær að stækka bens­ín­stöðina í Garðabæ

130
0

Costco í Kaup­túni hef­ur fengið leyfi frá bæj­ar­ráði Garðabæj­ar um að fjölga bens­ín­dæl­um sín­um við versl­un­ina. Í dag eru dæl­urn­ar tólf en sótti Costco um að fá að bæta við fjór­um til viðbót­ar.

<>

Í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs Garðabæj­ar kem­ur fram að af­greiðsla bygg­inga­full­trúa um að veita Costco leyfi fyr­ir stækk­un hafi verið samþykkt í morg­un.

Beiðni Costco um að stækka bens­íns­stöðina barst bæj­ar­ráði 12. júní síðastliðinn. Þar kom fram að stöðin starfi við há­marks­getu og myndi njóta góðs af fjór­um dæluslöng­um til viðbót­ar til að bæta um­ferðarflæði um svæðið.

Í síðustu viku samþykkti bæj­ar­ráð að vísa er­indi Costco til af­greiðslu bygg­inga­full­rúa og þá var tækni- og um­hverf­is­sviði Garðabæj­ar falið að skoða mögu­leika á breikk­un veg­ar við aðkomu að bens­íns­stöð.

Deilu­skipu­lag í Kaup­túni gerði ráð fyr­ir því að við bens­ín­stöð Costco gætu verið allt að 16 dæl­ur en Costco sótti aðeins um að fá tólf dæl­ur. Eins og fyrr seg­ir hef­ur Costco óskað eft­ir því að bæta við fjór­um dæl­um.

Heimild: Mbl.is