Home Fréttir Í fréttum Grenfell-klæðning í húsum á Íslandi

Grenfell-klæðning í húsum á Íslandi

262
0
Mynd: EPA
Klæðning sömu gerðar og notuð er í Gren­fell-turn­in­um í Lund­ún­um finnst einnig í eldri bygg­ing­um hér á landi, en hún er tal­in eiga stór­an þátt í því að há­hýsið varð al­elda fyrr í þess­um mánuð

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.  Óskar Þorsteinsson, byggingaverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti, segir klæðninguna hafa verið notaða hér á landi áður fyrr en hún sé ekki notuð lengur. Hann rekur ekki minni til þess að hún hafi verið notuð í háhýsum hér á landi.

<>

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið ekki hafa reglulegt eftirlit með íbúðarhúsnæði, aðeins atvinnuhúsnæði. Í frétt Morgunblaðsins segir Jón Viðar mestu máli skipta að sinna eldvörnum þegar hús eru byggð. Hann segist gruna að mistök hafi verið gerð milli þess sem Grenfell-turninn hafi verið teiknaður og byggur. Honum kæmi á óvart að sú klæðning sem notuð var hafi verið skilgreind á teikningunum.

Heimild: Mbl.is