Home Fréttir Í fréttum Össur af þinginu yfir í byggingabransann

Össur af þinginu yfir í byggingabransann

335
0
Mynd: FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur fundið sér nýjan starfsvettvang. Þingmaðurinn fyrrverandi hefur stofnað byggingafyrirtæki og horfir meðal annars til Reykjanesbæjar.

<>

Í Lögbirtingablaðinu kemur fram að Össur hafi stofnað DESHÚS byggingafélag ehf. ásamt tveimur öðrum. Össur er skráður bæði sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Tilgangur félagsins er almenn byggingastarfsemi og er þar einkum horft til lítilla og meðalstórra íbúða. Með honum að félaginu standa Þórarinn Magnússon, fyrrverandi formaður Verkfræðingafélags Íslands, og Einar Karl Haraldsson.

Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar kemur fram að Össur hafi sótt um sex lóðir í bæjarfélaginu. Þá hafi hann einnig óskað eftir skipulagsbreytingum fyrir lóðirnar en þær eru sléttu tölurnar í Reynidal 4-14. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar þar sem fleiri en einn sækir um lóðirnar. Hlutkesti fer fram á næstunni og verður greint frá því á næsta fundi.

Heimild: Visir.is