Home Fréttir Í fréttum Mikil fjölgun starfa í byggingariðnaði

Mikil fjölgun starfa í byggingariðnaði

86
0
Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Störfum í byggingariðnaði hér á landi mun fjölga um nokkur þúsund á næstu árum, gangi spár eftir. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að leita þurfi eftir iðnaðarmönnum frá útlöndum til að mæta eftirspurninni, endurnýjun verði einhver innanlands og fólk ljúki námi en að stórum hluta verði að manna störfin með starfsfólki að utan. Hann segir aukna eftirspurn verða eftir fólki í byggingariðnaði, iðnaðarmönnum og almennu verkafólki.

Árni Jóhannsson, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir í samtali við Morgunblaðið að áætlað sé að tæplega 12.000 manns starfi í byggingariðnaði í dag og að raunhæft sé að á milli 2.000 og 3.000 ný störf verði til í greininni á næstu árum, sé miðað við tölur úr síðustu uppsveiflu.

<>

Heimild: Ruv.is