Nú er búið að rífa bæði gamla Ísfélagið sem og austurhús Fiskiðjunnar. Fyrirtækið ABL Tak ehf. sá um niðurrifið. Óhætt er að segja að breytingin á svæðinu sé mikil við niðurrifið. Bæjarmyndin er því mikið breytt á svæðinu og horfnar sýnilegar minjar um merkilegan kafla í atvinnusögu Vestmannaeyja.
Hús Fiskiðjunnar voru tvö, samtengd. Annað þeirra var áfast gamla Ísfélaginu, húsnæði elsta frystihúss Vestmannaeyja.
Heimild: Vsv.is og Eyjar.net