Home Fréttir Í fréttum Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða

Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða

163
0
Lóðirnar sem falla undir samstarfið eru 273 þúsund fermetrar og munu geta rúmað þrjú til fjögur þúsund nýjar íbúðir. Mynd: Reykjavikurborg

Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar lóðarhafa – Ingvi Jónasson hjá Klasa og Pétur Árni Jónsson hjá Heild – skrifuðu undir á einni af fjölmörgum nýjum byggingarlóðum.

<>

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að svæðið sem samkomulagið nái til sé 273 þúsund fermetrar og sé gert ráð fyrir að á þetta svæði geti komið þrjú til fjögur þúsund nýjar íbúðir. Fyrirsjáanlegt sé að á Ártúnshöfða verði eitt mesta uppbyggingarsvæðið í Reykjavík á næstu árum.

„Við undirbúningi uppbyggingar íbúðasvæðisins á Ártúnshöfða verður haft að leiðarljósi að skapa hagstæðar aðstæður á hluta svæðisins fyrir ungt fólk og/eða þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð eða kjósa að vera á leigumarkaði. Markmiðið er að skapa aðstæður til að byggja ódýrt húsnæði án þess að slegið sé af gæðakröfum, skapa möguleika fyrir deililausnir, bæði er lýtur að húsnæði, innviðum og samgöngum, eins og segir í yfirlýsingu. Vinna skal með þessi markmið á öllum stigum undirbúnings, deiliskipulagsgerðar, uppbyggingar- og söluferlis,“ segir í fréttinni.

Kveðið sé á um það í samningi að við deiliskipulagsvinnuna skuli sérstaklega horft til þess að skapa gott jafnvægi milli íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis og þjónustu í hverfinu, auk tenginga við almennings­samgöngur.

Nánar má lesa um málið í frétt Reykjavíkurborgar.

Ingvi Jónasson hjá Klasa, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Pétur Árni Jónsson hjá Heild. Reykjavíkurborg

 

Heimild: Visir.is