Home Fréttir Í fréttum E. Sigurðsson hefja framkvæmdir við Raufarhólshelli

E. Sigurðsson hefja framkvæmdir við Raufarhólshelli

707
0
Hallgrímur Kristinsson frkv. stjóri Raufarhóls ehf. og Eyjólfur F. Eyjólfsson fjármála- og markaðsstjóri E. Sigurðsson við undirritun samninga um framkvæmdir við Raufarhólshelli.

E. Sigurðsson Byggingarfélag hefur undirritað samning við Raufarhól ehf um byggingu á
þjónustuhúsi við Raufarhólshelli.

<>

Hellirinn hefur á síðastliðnum árum vaxið í vinsældum hjá ferðamönnum og því var ákveðið að ganga í framkvæmdir á nýju þjónustuhúsi til þess að styðja
við þær þarfir sem ferðamenn hafa.

Myndir frá framkvæmdum Mynd: E Sigurðsson
Myndir frá framkvæmdum Mynd: E Sigurðsson

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu í og við hellinn til þess að bæta aðgengi ferðamanna að hellinum sem hefur hingað til verið torfarinn.
Bygging þjónustuhúss er hluti af því ferli að koma fyrir vistvænum áningastöðum á vinsæla ferðamannastaði á landsvísu.

Eyjólfur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri og eigandi E. Sigurðsson fagnar verkefninu og telur að aukin umsvif ferðamanna kalli eftir því að margar náttúruperlur þurfi að geta tekið á móti þeim fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands.

,,Við erum mjög spenntir fyrir því að hefjast handa, sérstaklega þar sem undirbúningurinn hefur verið langur. Við erum stoltir af því að vinna með þeim aðilum sem koma að verkefninu og ætlum okkur að skila vönduðu verki sem sinnir þörfum þeirra sem eiga leið að Raufarhólshelli.

Þessi framkvæmd verður vonandi til þess að rekstraraðilar geti hlíft hellinum og sinnt honum betur fyrir ásókn ferðamanna”, sagði Eyjólfur.
Nýtt þjónustuhús er sérstaklega hannað til þess að falla vel inn í umhverfið sem þarna er. Í nýju þjónustuhúsi við hellinn verður að finna góða snyrtiaðstöðu sem og aðstöðu til þess að taka á móti ferðamönnum í hellaskoðun. Aðgengi að svæðinu hefur einnig verið bætt svo um munar, þar sem bílastæðið hefur verið stækkað, stígar og pallar hafa verið lagðir sem og lýsing í hellinum sem magnar upplifun þeirra sem hellinn sækja.

Frá og með 1. júní n.k. verður boðið upp á skipulagðar ferðir í hellinn á klukkutíma fresti. Hægt er að panta ferðir á www.thelavatunnel.is

Heimild: E.Sigurðsson