Home Fréttir Í fréttum RÚV auglýsir til sölu byggingarrétt á lóð við Efstaleiti

RÚV auglýsir til sölu byggingarrétt á lóð við Efstaleiti

183
0
RÚV

Ríkisútvarpið ohf. óskar eftir kauptilboðum í byggingarrétt á hluta lóðar að Efstaleiti 1.
Reykjavíkurborg og Ríkisútvarpið hleyptu fyrr í vetur af stokkunum hugmyndasamkeppni um skipulag á svæði sem er í heild 5,9 hektara að stærð, en sjálf RÚV lóðin er 4,4 hektarar.

<>

Í tilkynningu sem RÚV sendi Kauphöllinni í gær kemur fram að tilboðsfrestur rennur út þann 29. maí, klukkan fjögur.

„Lóðin er vel staðsett miðsvæðis í borginni og bíður upp á mikla möguleika á hagkvæmri nýtingu á innviðum borgarinnar. Samkvæmt skipulagsforsögn sem samþykkt var í Umhverfis- og skiplagsráði Reykjavíkurborgar og Borgarráði í lok janúar er gert ráð fyrir fjölbreyttri og blandaðri byggð með séreigna- og leiguíbúðum auk möguleika á uppbyggingu verslunar og þjónustu,“ segir í tilkynningu frá RÚV.

Forval í hugmyndasamkeppnina er nú lokið og voru alls fimm hópar arkitektastofa dregnir út í forvali fyrir hugmyndasamkeppnina og vinna nú að útfærslu hugmynda.

„Ætla má um verulega þéttingu byggðar með möguleika á yfir 200 íbúðir á svæðinu. Í söluferlinu leggur Ríkisútvarpið mikla áherslu á að gagnsæis sé gætt og að allir hafi jafnan rétt á tilboðsgerð. Lögmannsstofan Juris slf., Borgartúni 26, hefur umsjón með söluferlinu f.h. RÚV.

Sala á byggingarrétti lóðarinnar við Efstaleiti er hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu Ríkisútvarpins sem staðið hefur yfir á undanförnum mánuðum.“

Heimild: Rúv.is