F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:
ÍR frjálsíþróttavöllur – Jarðvinna. Útboð 13963.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá mánudeginum 29. maí 2017 á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is
Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni http://reykjavik.is/utbodsauglysingar – Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella
„New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá.
Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 fimmtudaginn 15. júní 2017.
Verkið felst í:
Verkið felst í að færa til og/eða fjarlægja núverandi farg af fyrirhuguðum frjálsíþróttavelli. Svæðið sem um ræðir er gamall tippur og jarðvegurinn óskilgreind fylling. Hluta af fargi á að flytja til og ýta í manir. Undir fyrirhugaðan frjálsíþróttavöll á að fylla með bögglabergi og undan fyrirhuguðu vallarhúsi þarf að fjarlægja um 750m3 af klöpp. Þá skal grófvinna aðkomuleið að nýju vallarsvæði frá núverandi aðkomusvæði að félagsheimili ÍR við Skógarsel.
Helstu magntölur eru:
• Uppgröftur og tilflutningur á núverandi fargi: 20.000 m3
• Brottflutt efni: 20.000 m3
• Aðflutt fylling (böglaberg): 10.000 m³
• Losun klappar: 750 m³
• Sáning: 25.000 m2
• Fráveitulögn að settjörn við Reykjanesbraut: 500m