Tilboð opnuð 23. maí 2017. Gerð göngubrúar yfir Arnarnesveg. Um er að ræða smíði og uppsetningu á 47 m langri göngubrú. Smíða skal allt stálvirki, ryðverja það og setja gólfefni á brúargólf. Þá skal smíða og ganga frá handriði utan brúar og ganga frá lýsingu brúarinnar. Búið er að steypa undirstöður brúar, súlur og endastöpla, sem hún verður reist á.
Helstu magntölur eru:
- Stálsmíði 29.500 kg
- Önnur stálvirki 3.360 kg
- Stálvirki málun 664 m2
- Stálvirki slitgólf 155 m2
- Handrið 24 m
Verkinu skal vera að fullu lokið 1. október 2017.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Vörðufell ehf., Selfossi | 127.948.952 | 150,5 | 70.180 |
Vélsmiðjan Orri ehf., Mosfellsbæ | 122.927.720 | 144,6 | 65.158 |
Ístak hf., Mosfellsbæ | 92.989.181 | 109,4 | 35.220 |
Áætlaður verktakakostnaður | 85.000.000 | 100,0 | 27.231 |
Munck á Íslandi, Kópavogi | 57.769.263 | 68,0 | 0 |