Home Fréttir Í fréttum Vinna við sjúkra­hót­el hefst fljót­lega

Vinna við sjúkra­hót­el hefst fljót­lega

95
0

Eft­ir nokkr­ar vik­ur hefjast jarðvegs­fram­kvæmd­ir við bygg­ingu sjúkra­hót­els við nýja Land­spít­al­ann við Hring­braut.

<>

Sjúkra­hót­elið verður á norður­hluta lóðar­inn­ar þar sem bíla­stæði við kvenna­deild Land­spít­al­ans er. Aðkom­unni að spít­al­an­um verður breytt og verður hún norðan við Baróns­stíg­inn.

Þá verður enn­frem­ur fullnaðar­hönn­un meðferðar­kjarna nýs Land­spít­ala boðin út í þess­um mánuði. Útboðstím­inn tek­ur þrjár vik­ur. Ef þess­ar áætlan­ir ganga eft­ir gætu fram­kvæmd­ir við bygg­ingu sjúkra­hót­els haf­ist í lok júní, að sögn Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar heil­brigðisráðherra.

Heimild: Rúv.is