Home Fréttir Í fréttum 06.06.2017 Göngu- og hjólastígur við Kringlumýrarbraut

06.06.2017 Göngu- og hjólastígur við Kringlumýrarbraut

163
0

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Göngu – og hjólastígur við Kringlumýrarbraut, útboð nr. 13994

Verkið felst í gerð á nýjum göngu- og hjólastíg frá tengistíg frá brú í vestri að Kringlumýrarbraut, samsíða henni til suðurs að hluta aftur fyrir bensínstöð í Nesti þar sem þeir tengjast núverandi stíg inn i Kópavog.

Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:
Rif og förgun á núverandi malbiki á norðanverðum stígkafla og stíghluta aftan við Nesti.  Rif og förgun á gróðri í komandi stígstæði. Jarðvegsskipti fyrir púða undir nýtt stígstæði. Malbikun nýrra stíga. Stækkun áningastaðar aftan við Nesti, endurnýjun og viðbætur helluyfirborðs á áningastað auk endurnýjunar á búnaði þarmeð bekkjum og bekkjarborðum auk hjólastæða. Viðbætur gróðurs við áningastað. Gerð stígalýsingar meðfram nýjum stígum og lýsingar við áningastað.  Verktaki annast alla jarðvinnu vegna lagna. Um er að ræða vinnu vegna rafstrengja fyrir Veitur ohf  og vegna lýsingar .

Helstu magntölur eru:
• Upprif á föstu yfirborði                         950 m²
• Uppgröftur                                           2.200 m³
• Malarfylling                                          1.900 m³
• Stíglýsing, ljóstastaurar, færsla                9 stk
• Stíglýsing, ljóstastaurar, viðbót                3 stk
• Stíglýsing, ljósapollar                                 4 stk
• Malbikun                                              2.300 m²
• Hellulögn                                                 365 m²
• Þökulögn                                                 700 m²
• Tré                                                            32 stk
• Skilti, umferðarmerki                                 4 stk
• Yfirborðsmerkingar sprautumálun         550 m

Lokaskiladagur verksins er 1. október 2017.

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá þriðjudeginum 23. maí 2017 á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is

Nauðsynlegt er að nota  Internet Explorer.
Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni http://reykjavik.is/utbodsauglysingar – Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella  „New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá.

Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar.   Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 6. júní 2017.