Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við gatnagerð í Vogum hafnar

Framkvæmdir við gatnagerð í Vogum hafnar

115
0

Hafnar eru framkvæmdir við gatnagerð á miðbæjarsvæðinu í Vogum, en samið var við Jón og Margeir ehf. í Grindavík. Mörg ár eru síðan síðast var unnið að gatnagerð nýs hverfis í Vogunum. Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, tók fyrstu skóflustunguna.

<>

Að henni lokinni tók hann einnig fyrstu skóflustunguna í gröfu, en Ingþór hefur meðal annars réttindi á stórvirkum vinnuvélum. Verklokin verða seint í sumar og lóðum undir einbýlishús, parhús og fjölbýlishús úthlutað.

Heimild: Vf.is