Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Hafnarfjarðarbær semur við Munck Íslandi vegna byggingar á Sólvangi hjúkrunarheimili

Hafnarfjarðarbær semur við Munck Íslandi vegna byggingar á Sólvangi hjúkrunarheimili

269
0

Í dag undirrituðu bæjarstjóri Hafnarfjarðar Haraldur L Haraldsson og Ásgeir Loftsson undir verksamning í dag fyrir hönd verkkaupa og Munck Íslandi vegna byggingar á Sólvangi hjúkrunarheimili.

<>

Verkefnið er bygging 3ja hæða byggingar ásamt kjallara undir hluta hússins sem er viðbótarbygging við hjúkrunarheimilið Sólvangi. Auk þess sem tengja á nýbygginguna við eldra húsnæði Sólvangs. Stærð hússins er um 4.200 fermetrar. Verkefnið innifelur uppsteypu hússins ásamt fullnaðarfrágang að utan sem innan svo og lóðaframkvæmd.

Helstu magntölur er:

  • Steypustyrktarjárn 327.463 kg.
  • Steypa 2.303 m3
  • Gipsveggir 2.183 m2
  • Þakklæðingin 1260 m2
  • Veggklæðning 1334 m2

Verkið er unnið í mikilli nálægð við íbúðarbyggð, grunnskóla, leiksskóla, heilsugæslu og hjúkrunarheimilis sem eru í fullum rekstri á verktímanum.

Heimild: Munck Íslandi