Home Fréttir Í fréttum Tafir á malbikun Norðfjarðarganga

Tafir á malbikun Norðfjarðarganga

252
0
Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Malbikun Norðfjarðarganga hefur tekið lengri tíma en verktakar reiknuðu með. Verkið hófst fyrir 16 dögum og samkvæmt áætlun átti malbikun að ljúka í dag. Þess í stað er aðeins búið að leggja annað lagið af tveimur og steypa kantstein.

Elías Eyþórsson, verkefnastjóri hjá Hlaðbæ Colas, segir að áætlun hafi ef til vill verið full bjartsýn. Vinna við að leggja efra malbikslagið hefst á morgun og á að ljúka á fimmtudag. Sjálf göngin verða opnuð í byrjun september.

<>

Heimild: Ruv.is