Home Fréttir Í fréttum 19.05.2017 Jarðvinna og lagning jarðstrengja á Bakka

19.05.2017 Jarðvinna og lagning jarðstrengja á Bakka

193
0
Mynd: Norðurþing

Landsnet óskar eftir tilboðum í verk sem lýst er í útboðsgögnum BK1-01 sem bera heitið Jarðstrengir á Bakka, jarðvinna og lagning.

<>

Verkið felst í jarðvinnu og útdrætti á 4 settum af 11kV og 6 settum af 33kV strengjum sem samanstanda af þremur 630mm3 einleiðurum hvert.  Vegalengdin er um 700m og liggur leiðin frá nýju tengivirki við Bakka að verksmiðju PCC á Bakka.  Leggja skal ljósleiðarrör með í skurð og ídráttarrör í þveranir.

Helstu áætluðu magntölur eru:

Slóðagerð 500 m

Losun klappar, metrar í skurði 100 m

Gröftur, söndun og fylling í skurð 1200 m

Útdráttur jarðstrengja og ljósleiðara í skurð og í rör 7000 m

Frágangur yfirborðs 15000 m²
Lagnaleiðin liggur m.a. um lóðir PCC og Landsnets og þar gilda strangar öryggiskröfur, ásamt því að unnið er nærri vegi á kafla.

Verklok fyrir utan yfirborðsfrágang skulu vera eigi síðar en 15. ágúst 2017. Yfirborðsfrágangi og þar með verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 30. ágúst 2017.

Um er að ræða rafrænt útboðsferli sem framkvæmt er í Delta e-sourcing útboðskerfinu.  Áhugasamir þáttakendur þurfa að skrá sig inn í kerfið og sækja útboðsgögn. Tilboðum og meðfylgjandi gögnum skal skila rafrænt í gegnum kerfið. Ef ýtt er á “Skoða nánar” hér að neðan, vísar það beint inn á útboðskerfið.  Eftir að þáttakandi hefur skráð sig inn í kerfið skal notast við kóðann GFM4SD537U til að fá aðgang að þessu útboði. Athugið að öll samskipti þ.m.t. fyrirspurnir, viðaukar og svör eru afgreidd í gegnum kerfið.  Athugið að kerfið er á ensku. 

Tilboðum skal skila á rafrænt eigi síðar en klukkan 14:00 þann 19. maí 2017. Tilboð verða opnuð hjá Landsneti, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.