Home Fréttir Í fréttum Borgarlína gæti kostað 44-72 millj­arða króna

Borgarlína gæti kostað 44-72 millj­arða króna

352
0
Borgarlína. Við Smáralind. Drög að biðstöð.

Ef áætlan­ir Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH) ganga eft­ir gæti und­ir­bún­ing­ur að nýju sam­göngu­kerfi haf­ist á næsta ári.

<>

Fram kem­ur í bréfi sveit­ar­fé­lag­anna til fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is að kerfið geti kostað 44-72 millj­arða. Má til sam­an­b­urðar nefna að nýr meðferðar­kjarni Land­spít­al­ans er tal­inn munu kosta 30 millj­arða.

Nýja sam­göngu­kerfið er kallað borg­ar­lín­an. Fram kem­ur í bréfi SSH að óskað sé eft­ir 25-30 millj­arða fram­lagi rík­is og sveit­ar­fé­laga til árs­ins 2022. Það fram­lag yrði vegna 1. áfanga sem yrði byggður 2019-2022 fyr­ir 30-40 millj­arða. Rætt er um að afla tekna með innviðagjaldi.

Hrafn­kell Proppé, svæðis­skipu­lags­stjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins, seg­ir kerfið verða byggt í áföng­um. Lega borg­ar­lín­unn­ar um höfuðborg­ar­svæðið hafi ekki verið ákveðin.

Heimild: Mbl.is