Home Fréttir Í fréttum Gamla apótekið aftur orðið bæjarprýði á Akureyri

Gamla apótekið aftur orðið bæjarprýði á Akureyri

224
0
Mynd: Skjáskot af ruv.is
„Okkur hefur tekist, að ég held að tvinna saman fortíð og nútíð,” segir Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar sem sér um endurbætur á gamla apótekinu í Innbænum á Akureyri. Húsið var byggt árið 1859 og mátti muna sinn fífil fegurri þegar Minjavernd hóf að gera húsið upp árið 2013.

„Auk þess að vera orðið mjög fúið, þá var það sigið og hafði skriðið fram brekkuna,“ segir Þorsteinn. Flytja þurfti húsið af grunninum til þess að laga undirstöðurnar en nú er það aftur komið á sinn stað og er að verða sannkölluð bæjarprýði.

Landinn fylgdist með vinnunni við húsið. Hér er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.

Heimild: Ruv.is

Previous articleSmiðir óskast til Stólpa ehf.
Next article208 milljónir í gámaskrifstofur