Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Sprengt næstu vik­ur í Sunda­höfn

Sprengt næstu vik­ur í Sunda­höfn

120
0
Neðan­sjáv­ar­spreng­ing­ar voru fram­kvæmd­ar við Klepps­bakka við Sunda­höfn á sunnu­dag­inn. Mynd: Mbl.is

Spreng­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins Ístaks í Sunda­höfn munu halda áfram næstu þrjár vik­ur og verða þær á þriggja til fjög­urra daga fresti. Þetta seg­ir Karl Andreassen, fram­kvæmda­stjóri Ístaks.

<>

Marg­ir íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins urðu var­ir við jarðskjálfta á sunnu­dag­inn. Síðar var greint frá því að um var að ræða neðan­sjáv­ar­spreng­ing­ar Ístaks við Klepps­bakka.

Fara eft­ir lög­um og regl­um

Að sögn Karls standa yfir tveggja millj­arða fram­kvæmd­ir við nýtt hafn­ar­svæði Faxa­flóa­hafna sem verður til­búið á næsta ári. Verið er að sprengja fyr­ir stálþili sem á að dýpka. „Þetta er 160 metra renna sem þarf að dýpka áður en þilið er rekið niður í það,“ seg­ir hann.

Spreng­ing­arn­ar hóf­ust tíu dög­um fyr­ir páska og hafa þær verið fram­kvæmd­ar á þriggja til fjög­urra daga fresti. „Það er farið eft­ir öll­um lög­um og regl­um varðandi sprengi­vinnu og búið að til­kynna hana til allra hlutaðeig­andi aðila.“

Líka verið að sprengja í Álfs­nesi

Íbúi í Grafar­vogi hafði sam­band við frétta­stofu Rúv og vegna tíðra spreng­inga og sagði hún að íbú­um Grafar­vogs hafi ekk­ert verið til­kynnt um þær fyr­ir fram.

Karl bend­ir á að það tíðkist ekki að fara svo langt út fyr­ir sprengju­svæðið með til­kynn­ing­ar. Hann nefn­ir að það sé líka verið að sprengja hinum meg­in við Grafar­vog og að þær spreng­ing­ar séu mun stærri. Mögu­lega eigi kon­an við þær fram­kvæmd­ir. „Það get­ur vel verið að þessi hrist­ing­ur sé af okk­ar völd­um en miðað við hvernig kon­an lýs­ir þessu gætu þetta verið öfl­ugri spreng­ing­ar.“

Á hann þar við spreng­ing­ar sem Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar fram­kvæma við urðun­ar­gryfju Sorpu í Álfs­nesi.

Að sögn Oli­vers Claxt­on, verk­efna­stjóra hjá Íslensk­um aðal­verk­tök­um, hóf­ust fram­kvæmd­irn­ar í októ­ber síðastliðnum og mun þeim ljúka í næsta mánuði. Sprengt er í mesta lagi þriðja hvern dag en allt niður í einu sinni í viku. Til­kynnt hef­ur verið um spreng­ing­arn­ar til Veður­stofu Íslands. Hann kveðst ekki hafa orðið var við kvart­an­ir frá nein­um íbú­um vegna fram­kvæmd­anna.

Urðun­ar­gryfjan verður 360 þúsund rúm­metr­ar að stærð og fer grjótið sem fell­ur til við spreng­ing­arn­ar í land­fyll­ingu í Álfs­nesi á svæði Sorpu.

400 kíló af sprengi­efni í einu

Sam­kvæmt Karli er verið að losa um klöpp í Sunda­höfn á fjög­urra og hálfs til sex metra dýpt. Með hverri spreng­ingu eru boraðar um tíu hol­ur og tek­ur hver hola um 40 kíló­grömm af sprengi­efni. Um 400 kíló af sprengi­efni eru því notuð í hverri spreng­ingu.

Hann seg­ir aðferðina við stálþilið aldrei hafa verið notaða áður á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. Með fram­kvæmd­un­um leng­ist hafn­ar­svæðið um rúma 420 metra og mun Eim­skip njóta góðs af því í tengsl­um við flutn­inga á milli Íslands og Græn­lands.

10 millj­arða verk­efni á Græn­landi

Ístak er einnig að byggja upp nýtt hafn­ar­svæði í Nuuq á Græn­landi og verður það verk­efni klárað í sum­ar. „Það er stórt verk­efni á græn­lenska vísu og einnig ís­lenska,“ seg­ir Karl en verk­samn­ing­ur­inn hljóðar upp á tæpa 10 millj­arða króna.

Heimild: Mbl.is