Home Fréttir Í fréttum Fast­eign­ir og fram­kvæmd­ir heilla

Fast­eign­ir og fram­kvæmd­ir heilla

103
0

Alls var 771 einka­hluta­fé­lag ný­skráð á fyrsta árs­fjórðungi en á sama tíma fóru 197 fyr­ir­tæki í þrot.  Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um frá Hag­stofu Íslands.

<>

Ný­skrán­ing­ar einka­hluta­fé­laga á fyrsta árs­fjórðungi 2017 voru 771, þar af 242 í janú­ar, 257 í fe­brú­ar og 272 í mars. Ný­skrán­ing­um fjölgaði um 8% á fyrsta árs­fjórðungi 2017, borið sam­an við fyrsta árs­fjórðung 2016 þegar þær voru 712.

Ef litið er á fjölda ný­skrán­inga eft­ir helstu bálk­um at­vinnu­greina voru flest­ar ný­skrán­ing­ar í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð (142) og fast­eignaviðskipt­um (131). Sé borið sam­an við fyrsta árs­fjórðung 2016 var hlut­falls­leg fjölg­un ný­skrán­inga mest í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð, þar sem þeim fjölgaði úr 77 í 142 (84%).

Mest hlut­falls­leg fækk­un ný­skrán­inga var í land­búnaði, skóg­rækt og fisk­veiðum, þar sem þeim fækkaði úr 26 í 10 (62%). Síðustu 12 mánuði, frá apríl 2016 til mars 2017, fjölgaði ný­skrán­ing­um einka­hluta­fé­laga um 11% í sam­an­b­urði við 12 mánuði þar á und­an, en alls voru 2.725 ný einka­hluta­fé­lög skráð á síðustu 12 mánuðum, borið sam­an við 2.465 á fyrri 12 mánuðum.

Á fyrsta árs­fjórðungi 2017 voru 197 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta, þar af 71 í janú­ar, 67 í fe­brú­ar og 59 í mars. Gjaldþrota­beiðnum fyr­ir­tækja á fyrsta árs­fjórðungi 2017 fækkaði um 38% frá fyrsta árs­fjórðungi 2016, en þá voru þær 320.

Ef litið er á helstu bálka at­vinnu­greina voru 51 gjaldþrot í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og fækkaði þeim frá fyrsta árs­fjórðungi 2016 úr 61 (fækk­un um 16%) og í heild- og smá­sölu­versl­un og viðgerðum á vél­knún­um öku­tækj­um voru 34 gjaldþrot og fækkaði þeim úr 77 frá fyrsta árs­fjórðungi fyrra árs (fækk­un um 56%).

Gjaldþrota­beiðnum fyr­ir­tækja síðustu 12 mánuði, frá apríl 2016 til mars 2017, fjölgaði um 33% í sam­an­b­urði við 12 mánuði þar á und­an, en alls voru 907 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta á tíma­bil­inu, borið sam­an við 683 á fyrra tíma­bili.

Heimild: MBl.is