Home Fréttir Í fréttum 25.04.2017 Bygging hreinsivirkis fyrir fráveitu á Höfn í Hornafirði

25.04.2017 Bygging hreinsivirkis fyrir fráveitu á Höfn í Hornafirði

538
0
Hornafjörður

Verkið felur í sér byggingu á hreinsistöð fyrir fráveitu að Miðósi 8, Höfn í Hornafirði.

<>

Verkið felur í sér byggingu á hreinsistöð fyrir fráveitu að Miðósi 8, Höfn í Hornafirði.

Þegar hafa verið lagðar fráveitulagnir að og frá lóðinni en byggja skal stöð sem tekur við skólpi frá öllu þéttbýlinu, grófhreinsar það og lyftir upp svo það geti runnið áfram út um sjávarútrás.

Verkið felst í að grafa niður á klöpp, taka klöpp í hæð, fylla undir mannvirkið og steypa það upp. Ganga þarf frá tilbúinni stöðinni að öllu leyti öðru en að útbúa stýringar fyrir stjórnbúnað. Leggja þarf lagnir að og frá stöðinni og koma fyrir tengibrunni aftan við hana.

Helstu magntölur eru u.þ.b.

Gröftur v/byggingar  3.300 m³
Fylling v/byggingar  3.000 m³
Neðra burðarlag  1.500 m³
Steinsteypa  230 m³
Fráveitulagnir   116 m
Bygging hreinsistöðvar   146 m²

Miðað er við að full ljúka öllum verkþáttum útboðs.

Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Gunnlaug Róbertsson  á skrifstofu sveitarfélagsins eða með tölvupósti í netfangið utbod@hornafjordur.is, nauðsynlegt er að gefa upp um hvaða gögn er beðið um og gefa upp nafn, heimilisfang, síma  og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin afhent rafrænt.

Útboðsgögn má einnig nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með þriðjudeginum 4. apríl 2017 gegn 5.000 kr. greiðslu.

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en þriðjudaginn 25. apríl 2017 kl. 11:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.