Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdum að ljúka við norður-suðurbraut Keflavíkurflugvallar

Framkvæmdum að ljúka við norður-suðurbraut Keflavíkurflugvallar

142
0

Framkvæmdir hafa staðið yfir á norður-suður flugbraut á Keflavíkurflugvelli í nokkurn tíma.   Þessa dagana er unnið í nyrsta hluta norður-suður flugbrautarinnar og eru áætluð verklok 25. apríl. Það má því búast við meiri flugumferð um austur-vestur flugbrautina á meðan á þessum framkvæmdum stendur að sögn Þrastar V. Söring, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar.

<>

Norður-suður flugbrautin verður þó áfram í notkun. Eftir 25. apríl verður unnið í krossinum þar sem brautirnar mætast. Íbúar í Reykjanesbæ ættu ekki að finna mikið fyrir því á meðan á framkvæmdum stendur þar sem báðar flugbrautirnar verða í notkun. Í sumar verður svo byrjað á framkvæmdum á austur-vestur flugbrautinni. „Í júní, júlí og ágúst fara um 90 til 100% af flugumferðinni um norður-suður flugbrautina. Það má því búast við meiri flugumferð yfir Heiðarhverfinu í Reykjanesbæ,“ segir Þröstur.
Um miðjan maí boðar Isavia til opins íbúafundar þar sem farið verður yfir framkvæmdirnar og nýr vefur kynntur.

Á þessum vef verður hægt að sjá í rauntíma flugumferð um flugvöllinn.  Einnig verður hægt að sjá hjóðmælingar frá flugumferðinni. Settur hefur verið upp sams konar vefur á flugvellinum í Manchester í Englandi. Þennan vef er hægt að skoða með því að fara á þessa vefslóð: http://webtrak5.bksv.com/man2. Þröstur sagði að ávallt væri reynt að sjá til þess að íbúar í nágrenni við flugvöllinn verði fyrir eins litlu ónæði af flugumferð eins og frekast er kostur hverju sinni.

Heimild: Vikurfrettir.is