Home Fréttir Í fréttum Aðeins eru um 50 metrar þar til slegið verður í gegn í...

Aðeins eru um 50 metrar þar til slegið verður í gegn í Vaðlaheiðargöngum

61
0

Aðeins eru um 50 metrar þar til slegið verður í gegn í Vaðlaheiðargöngum. Mjög vel hefur gengið síðustu vikur og hafa jarðlög verið með eindæmum hagfelld framkvæmdaaðilum.
Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, telur líklegt að gegnumslag verði um eða eftir næstu helgi.

<>

„Nú hefur bara verið unnið á dagvöktum Fnjóskadalsmegin og mér heyrist framkvæmdaaðilinn ætla að klára verkið Eyjafjarðarmegin svo það er líklegt að það klárist á um vikutíma,“ segir Valgeir.

„Það eru að vonum ánægjuleg tíðindi og setur þá framkvæmdina í allt annan fasa þegar gangagerðinni sjálfri er lokið.“

Það hefur að sönnu gustað um framkvæmdir við göngin allt frá því þær hófust. Fyrsta sprengingin var þann 3. júlí árið 2013.

Átján mánuðum síðar var búið að grafa helming lengdar ganganna. Síðan fór að halla undan fæti og hefur tekið langan tíma að komast í gegnum síðari helming ganganna.

Heimild: Visir.is