Home Fréttir Í fréttum Jáverk að kaupa upp götur í Kópavoginum

Jáverk að kaupa upp götur í Kópavoginum

292
0

Verktakafyrirtækið Jáverk er um þessar mundir að ganga frá kaupum á fasteignum við Háveg, Skólatröð og Álfatröð í Kópavogi. Er markmiðið að þétta byggðina með fjölbýlishúsum þar sem nú standa einbýlishús á stórum lóðum. Í framhaldinu verður að öllum líkindum ráðist í deiluskipulagsbreytingar í samvinnu við bæjaryfirvöld í Kópavogi.

<>

Hverfið sem um ræðir er gamalt og rótgróið og í umræddum götum standa gömul einbýlishús á stórum lóðum. Göturnar eru allt í senn nálægt grunnskóla, menntaskóla og íþróttasvæði og því má vera ljóst markmiðið uppbyggingarinnar er að byggja íbúðir sem höfða til yngra fjölskyldufólks. 

Heimild: Vb.is