Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar við fjölbýlishús Bláa lónsins

Framkvæmdir hafnar við fjölbýlishús Bláa lónsins

180
0

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar í Grinda­vík við bygg­ingu 24 íbúða fjöl­býl­is­húss við Stamp­hóls­veg og hef­ur verið gengið frá því að Bláa lónið kaupi þær all­ar.

<>

Ætl­un­in með þessu er að tryggja starfs­mönn­um hús­næði, en íbúðirn­ar verða 70-90 fer­metr­ar að flat­ar­máli. „Jarðvinn­an er haf­in og við byrj­um að slá upp fyr­ir sökkl­um í byrj­un maí,“ seg­ir Magnús Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri tré­smiðjunn­ar Grind­ar­inn­ar, sem stend­ur að fram­kvæmd.

Sem kunn­ugt er ætl­ar IKEA að reisa í Urriðaholti í Garðabæ 36 íbúða fjöl­býl­is­hús fyr­ir sína starfs­menn. Hef­ur fram­kvæmda­stjóri IKEA sagt að þetta sé for­senda þess að fyr­ir­tæk­in fái gott fólk til starfa. Kaup Bláa lóns­ins á blokk­inni eru af sama toga og ráðstaf­an­ir IKEA.

Í Grinda­vík er nokkuð um að fyr­ir­tæki út­vegi starfs­fólki hús­næði og í því skyni hef­ur meðal ann­ars ver­búð verið breytt í litl­ar íbúðir þar sem starfs­fólk í sjáv­ar­út­vegi býr.

Heimild: Mbl.is