10.4.2017
Vegagerðin og Hafnarfjarðarbær bjóða út gerð hringtorgs á Krýsuvíkurvegi. Frá nýja torginu skal gera vegtengingar, annars vegar að Klukkutorgi og hins vegar að Dofrahellu. Einnig er innifalið í útboðinu uppsetning veglýsingar, lagnavinna, landmótun, bráðabirgðavegur o.fl.
Helstu magntölur eru:
- Rif malbiks 2.700 m2
- Bergskering 9.100 m3
- Fyllingarefni úr bergskeringum 1.900 m³
- Efni flutt á losunarstað 7.300 m³
- Ofanvatnsræsi 290 m
- Neðra burðarlag 2.500 m³
- Efra burðarlag 1.150 m³
- Tvöfalt malbik 1.800 m²
- Einfalt malbik 2.800 m²
- Kantsteinn 980 m
- Eyjar með steinlögðu yfirborði 360 m2
- Götuljósastólpar 28 stk.
- Frágangur fláa 2.450 m²
Verkinu skal að lokið eigi síðar en 15. september 2017.
Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 11. apríl 2017. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. maí 2017 og verða þau opnuð kl. 14:15 þann dag.