
Á dögunum var tekin fyrsta skóflustunga fyrir nýju 500 íbúða hverfi í Reykjanesbæ. Það er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) sem byggir hverfið upp, en BYGG eignaðist lóðirnar í gegnum Miðland ehf., sem fyrirtækið keypti af eignarhaldsfélagi Landsbankans síðastliðið haust.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar tók fyrstu skóflustunguna að hinu nýja hverfi, Hlíðarhverfi, en í fyrsta áfanga er fyrirhugað að byggja 320 íbúðir.
Heimild: Sudurnes.net