Home Fréttir Í fréttum Byggja 500 íbúðir í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ

Byggja 500 íbúðir í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ

586
0
Kjartan Már Kjartansson tók fyrstu skóflustunguna að viðstöddum fulltrúum frá BYGG Mynd: Sudurnes.net

Á dögunum var tekin fyrsta skóflustunga fyrir nýju 500 íbúða hverfi í Reykjanesbæ. Það er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) sem byggir hverfið upp, en BYGG eignaðist lóðirnar í gegnum Miðland ehf., sem fyrirtækið keypti af eignarhaldsfélagi Landsbankans síðastliðið haust.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar tók fyrstu skóflustunguna að hinu nýja hverfi, Hlíðarhverfi, en í fyrsta áfanga er fyrirhugað að byggja 320 íbúðir.

Heimild: Sudurnes.net

 

 

 

Previous articleLausnin felst í úthverfunum að mati forstjóra ÞG verks
Next article03.05.2017 Breiðholtsbraut við Norðurfell. Göngubrú og stígar