Home Fréttir Í fréttum Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga

Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga

57
0

Ríkisstjórnin ákvað í gær að lána 4,7 milljarða króna vegna framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga. Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun.

<>

Þetta kom fram í frétt RÚV í gær en minnisblað um framvindu verkefnisins var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gær. Þar ákvað ríkisstjórnin að lána þá fjárhæð sem er talin nauðsynleg til að ljúka verkinu, en jafnframt að ráðist yrði í gerð úttektar á framkvæmdinni og hvað skýri þennan aukna kostnað.

Í frétt RÚV er haft eftir Ágústi Torfa Haukssyni, stjórnarformanni Vaðlaheiðarganga, að upphæðin, 4,7 milljaðar, eigi að standa straum af þeim kostnaði sem þarf til að ljúka verkinu.

Vaðlaheiðargöng liggja undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð og eru um 7,2 kílómetrar í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Heildarlengdi vegskála er 280 metrar þannig að göngin eru samtals um 7,5 kílómetrar. Með göngunum mun vegalengdin milli Akureyrar og Húsavíkur styttast um sextán kílómetra.

Enn á eftir að bora um 200 metra af göngunum, en þau verða 7,2 kílómetrar í heildina. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt nýjustu áætlunum muni framkvæmdum ljúka í árslok 2018, tveimur árum á eftir upphaflegri tímaáætlun.

Hluthafar Vaðlaheiðarganga höfðu áður hafnað að útvega félaginu aukið hlutafé vegna þessa aukna kostnaðar. Fjármálaráðuneyti hafi metið stöðuna þannig að hagstæðast væri fyrir ríkið að verkinu ljúki og í framhaldinu yrði skoðað hvernig yrði best að hafa framtíðarfjármögnun.

Heimild: Visir.is