Home Fréttir Í fréttum Opnun tilboða í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang

Opnun tilboða í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang

317
0

Þriðjudaginn 28. mars voru opnuð tilboð í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Tilboðin voru opnuð kl. 11 í húsnæði umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2.

<>

Um miðjan mars óskaði  Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum verktaka í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði, 3ja hæða byggingu ásamt kjallara undir hluta hússins auk tengiganga sem tengja nýbyggingu við eldra húsnæði Sólvangs.  Stærð hússins er um 3.900 m2.  Verkefnið innifelur uppsteypu hússins ásamt fullnaðarfrágangi að utan sem innan svo og lóðarframkvæmd.  Verklok eru 31. ágúst 2018.

Eftirfarandi tilboð bárust:

  • Ístak hf.   1.687.275.324.-
  • Eykt ehf.   1.599.306.322.-
  • Jáverk ehf.   1.658.655.430.-
  • Munck Íslandi ehf.   1.460.336.306.-

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 1.515.686.540.-

Fundarmenn voru inntir eftir fyrirvörum eða athugasemdum við útboðsgögn. Engar athugasemdir bárust.

Verkefnastjórn um byggingu hjúkrunarheimilisins fundar fimmtudaginn 6. apríl og mun þá taka afstöðu til tilboðanna.