Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir að hefjast í Hlíðarhverfi

Framkvæmdir að hefjast í Hlíðarhverfi

170
0
Reykjanesbær

Miðland ehf. hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til að girða af svæði sem afmarkast af Þjóðbraut, Skólavegi og göngustíg við Háaleiti í Reykjanesbæ.

<>

Svæðið er á svokölluðu Nikkelsvæði.Einnig er óskað eftir graftrarleyfi innan þessa svæðis og leyfi fyrir uppbyggingu hljóðmanar við Þjóðbraut. Þetta er allt á samþykktu deiliskipulagi Hlíðahverfis.

Umhverfis og skipulagsráð hefur samþykkt beiðnina með því skilyrði að aðgengi að göngustíg sem liggur frá Skólavegi að undirgöngum verði tryggt.
Þá hefur Miðland ehf. óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis. Einnar hæðar raðhúsabyggð með 27 íbúðareiningum í 6 lengjum verða að tveggja hæða fjölbýlishúsum með 48 íbúðum í 5 lengjum.

Þessu fylgir að Grænalaut 2-12 verður Grænalaut 2-10. Heimilað verði að setja allt að tveggja metra skyggni yfir inngangshurðum og verönd sunnan við raðhúsin. Heildarbyggingarmagn í

Hlíðahverfi fer við þessar breytingar úr 300 í 321 íbúð. 
Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að deiliskipulagsbreyting verði auglýst til kynningar.

Heimild: Vf.is