Home Fréttir Í fréttum Skipulagsstofnun vill ekki Teigsskóg heldur jarðgöng sem kosta 11 milljarða króna

Skipulagsstofnun vill ekki Teigsskóg heldur jarðgöng sem kosta 11 milljarða króna

103
0
Gufudalssveit. Mynd: STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON.

Skipulagsstofnun hefur birt álit sitt um nýja veglínu milli Bjarkalundar og Skálaness í A-Barðastrandarsýslu. Telur stofnunin að allar fimm veglínur sem lagðar voru fram til umhverfismats uppfylli umferðaröryggiskröfur og markmið um styttingu. Eru þær hver og ein taldar hafa veruleg jákvæð áhrif á samgöngur og umferðaröryggi.

<>

Telur Skipulagsstofnun að velja beri þá leið sem hefur í för með sér minnst neikvæð umhverfisáhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn á að leggja veginn samkvæmt leið Þ-H ( Teigsskógarleið) sem hefði í för með sér mest rask á þessu verndaða vistkerfi samkvæmt 61. gr. náttúruverndarlaga. Að mati Skipulagsstofnunar er leið D2 sá kostur sem uppfyllir best markmið laga nr. 106/2000 um að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum framkvæmda þrátt fyrir að hún liggi á stuttum kafla um Teigsskóg.

Leið D2 gerir ráð fyrir nýjum veg yfir Ódrjúgsháls og svo jarðgöng í gegnum Hjallaháls og er 22,1 km löng. Stytting frá núverandi vegi yrði 19,5 km í stað 21,5 km miðað við Teigsskógsleiðina. Kostnaðurinn mynd aukast verulega yrði farið að áliti Skipulagsstofnunar. Kostnaður við leið D2 er um 11 milljarðar króna en 6,5 milljarðar króna við Teigsskógsleið.

Ódýrasti kosturinn er að leggja nýjan veg yfir báða hálsana og kostar hann 4,5 – 5 milljarða króna. Sá kostur var hins vegar ekki með í matsskýrslu Vegagerðarinnar vegna andstöðu heimamanna. Vegagerð ríkisins hefur þegar ákveðið að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Reykhólahrepps fyrir Teigskógssleiðinni.

Heimild: Eyjan.is