Home Fréttir Í fréttum 300 íbúðir rísa á Kirkjusandi

300 íbúðir rísa á Kirkjusandi

326
0
Mynd: Ruv.is
Reykjavíkurborg og Íslandsbanki skrifuðu í gær undir samning um uppbyggingu við Kirkjusand á atvinnuhúsnæði og 300 íbúðum. Til stendur að byggja, alls hátt í 80 þúsund fermetra.
Frá undirritun samnings á Kirkjusandi. Mynd: Ruv.is
Frá undirritun samnings á Kirkjusandi. Mynd: Ruv.is

Samningurinn var undirritaður á gömlu strætólóðinni en uppbyggingin nær yfir þá lóð og lóð Íslandsbanka við Kirkjusand.

Gert er ráð fyrir allt að 300 nýjum íbúðum í fjölbýli á 31 þúsund fermetrum og verður hluti þeirra leiguíbúðir. Atvinnuhúsnæði verður um 48 þúsund fermetrar. Heildarstærð húsnæðis ofanjarðar verður því um 79 þúsund fermetrar, en að auki verða bílastæði neðanjarðar.

Heimild: Ruv.is

Previous article11.04.2017 Yfirlagnir á Suðursvæði og Vestursvæði 2017, malbik
Next articleFramkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu felld úr gildi