Home Fréttir Í fréttum Fjárfest fyrir milljarða við Ánanaust

Fjárfest fyrir milljarða við Ánanaust

379
0
Reiturinn sem um ræðir. Reykjavíkurborg telur reitinn rúma 275 íbúðir. - REYKJAVÍKURBORG

Ólafur Ólafsson fjárfestir, sem í gegnum tíðina hefur verið kenndur við Samskip, er einn þeirra sem koma að umfangsmiklum kaupum á lóðum og fasteignum við í vesturbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Seljavegi 2 og Vesturgötu 64. Reiturinn nefnist Héðinsreitur en kaupin hafa kostað fleiri millljarða króna að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

<>

275 íbúðir rúmast á Héðinsreitnum samkvæmt kynningarefni Reykjavíkurborgar frá því í fyrra. Hugmynd fjárfestanna snýr meðal annars að því að reisa hótel, hvort á sínum hluta Héðinsreitsins en bygging hótela í og við miðbæinn hefur verið fyrirferðamikil undanfarin misseri.

Á sama tíma er mikill skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, þá fyrst og fremst minni og meðalstórum ódýrari íbúðum.

Reiturinn sem um ræðir. Reykjavíkurborg telur reitinn rúma 275 íbúðir.

Reiturinn sem um ræðir. Reykjavíkurborg telur reitinn rúma 275 íbúðir. REYKJAVÍKURBORG

Eins og fram kom í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í gær hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent undanfarna tólf mánuði. Slík hækkun hefur ekki sést síðan árið 2006. Hagsjá bankans telur að skortur á framboði húsnæðis og ótti við að ástandið haldi áfram að versna sé helsta ástæða hækkunarinnar.

Ólafur Ólafsson sneri aftur til starfa í apríl í fyrra eftir að hafa setið af sér fyrsta árið af fjórum og hálfum á Kvíabryggju. Síðan hefur afplánun haldið áfram á Vernd. Dómstólar hafa nú til meðferðar kröfu hans um að Al-Thani málið verði tekið aftur upp en endurupptökunefnd hefur þegar hafnað beiðni Ólafs.

Heimild: Visir.is