Home Fréttir Í fréttum Ríkisstjórnin samþykkir 1.200 milljóna króna viðbótarframlag til vegamála

Ríkisstjórnin samþykkir 1.200 milljóna króna viðbótarframlag til vegamála

72
0
Jón Gunnarsson greindi frá auknum fjárveitingum til vegamála eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt aukafjárveitingu til vegaframkvæmda að upphæð 1.200 milljónir króna á árinu. Ríkisstjórnin fól fyrr í mánuðinum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram tillögur um hvaða brýnu framkvæmdir þyrfti að ráðast í og kostnað við þær og var tillaga þeirra samþykkt á ríkisstjórnarfundinum í dag.

<>

Ráðist verður í eftirfarandi framkvæmdir miðað við alls 1.200 milljóna króna fjárframlag:

  • Hringvegur, Hornafjarðarfljót 200 m.kr.
  • Hringvegur, Berufjarðarbotn 300 m.kr.
  • Vestfjarðavegur, Gufudalssveit 200 m.kr.
  • Uxarhryggjavegur 125 m.kr.
  • Kjósarskarð 150 m.kr.
  • Dettifossvegur 200 m.kr.
  • Snæfellsnesvegur, Skógarströnd 25 m.kr.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar eru meðal annars byggð á þörf fyrir vegabætur og bættu umferðaröryggi vegna vaxandi álags á þjóðvegum landsins vegna örrar fjölgunar ferðamanna en á síðasta ári er talið að um 22.000 bílaleigubílar hafi verið á vegunum þegar mest var og að akstur bílaleigubifreiða á vegakerfinu sl ár hafi numið um 540 milljónum km. Á árinu 2017 er spáð að fjöldi ferðamanna aukist enn um 30% frá fyrra ári. Fjölgunin kalli m.a. á stóraukið viðhald og nýframkvæmdir í samgöngukerfinu en alvarlegum slysum og banaslysum fer fjölgandi við þetta aukna álag.

Heimild: Innanríkisráðuneyti.is