Home Fréttir Í fréttum Fimleikahúsið verður byggt við Vesturgötuna á Akranesi

Fimleikahúsið verður byggt við Vesturgötuna á Akranesi

206
0
Mynd: Skagafréttir.is

Nýtt fimleikahús mun rísa við íþróttahúsið við Vesturgötu á Akranesi. Meirihluti fulltrúa bæjarráðs Akraness samþykkti á fundi sínum þann 16. mars síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á akranes.is

<>

Vísað var til ákvörðun ráðsins til samþykktar í bæjarstjórn. Fyrir lágu umsagnir skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs og var meirihluti fulltrúa þeirra ráða samþykkur staðsetningunni.

Bæjarráð lagði einnig til, samhliða ákvörðun um byggingu fimleikahúss á Vesturgötu, að stofnaður yrði starfshópur sem myndi hafa það hlutverk að marka stefnu í framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum.

Höfð verði til hliðsjónar sú mikla vinna sem hefur verið unnin af bæjaryfirvöldum og hagsmunaaðilum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fyrir næsta fund ráðsins tillögu að erindisbréfi starfshópsins.

Heimild: Skagafrettir.is