Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Reykjanesbraut (41) Vegamót við Krýsuvíkurveg, eftirlit

Opnun útboðs: Reykjanesbraut (41) Vegamót við Krýsuvíkurveg, eftirlit

212
0

Tilboð opnuð á 14. mars 2017. Eftirlit með gerð mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar ásamt gerð tenginga við Suðurbraut og Selhellu.

<>

Framkvæmdin felst í gerð mislægra vegamóta Reykjanesbrautar við Krýsuvíkurveg auk allra vega- og stígagerðar sem nauðsynleg er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs með fram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.

Framkvæmdin er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðar og veitufyrirtækja.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og bar bjóðandum að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Á fyrri opnunarfundi 7. mars  2017 var lesið upp hverjir skiluðu inn tilboðum. Á síðari opnumnarfundi var lesin upp  stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð. Allir bjóðendur uppfylltu kröfur í hæfnismati.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Mannvit verkfræðistofa, Reykjavík 22.550.000 107,4 3.165
Verkís hf., Reykjavík 22.062.900 105,1 2.678
Hnit hf. verkfræðistofa, Reykjavík 21.316.504 101,5 1.932
Áætlaður verktakakostnaður 21.000.000 100,0 1.615
VSÓ ráðgjöf ehf., Reykjavík 19.385.000 92,3 0