Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdaleyfi vegna Dýrafjarðarganga samþykkt

Framkvæmdaleyfi vegna Dýrafjarðarganga samþykkt

94
0
Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 02.03.2017 útgáfu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar vegna jarðgangna milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Ísafjarðarbæ.

<>

Skipulagslegar forsendur framkvæmdaleyfisins.

  • Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020
  • Deiliskipulag við munna Dýrafjarðarganga í landi Dranga  staðfest 15.09.2016
  • Deiliskipulag við munna Dýrafjarðarganga í landi Rauðsstaða og Borgar, staðfest 15.09.2016
  • Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli, Matsskýrslu Vegagerðarinnar, Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Vestur-Ísafjarðarsýslu, Mat á umhverfisáhrifum.

 

Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 17. maí 2013 má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/961/2009060020.pdf

 

Jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, Ísafjarðarbæ. Mat á umhverfisáhrifum: http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/962/endanleg%20matskyrsla.pdf

 

Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 17. maí 2013 eru ekki sett skilyrði fyrir leyfisveitingunni, hinsvegar telur Skipulagsstofnun að:

  1. Áhrif framkvæmdarinnar á fornleifar verði nokkuð neikvæð m.a. þar sem fyrir  liggur að ekki verður hjá komist að raska slíkum minjum. Stofnunin leggur áherslu á að farið verði í hvívetna eftir ábendingum Minjastofnunar Íslands, eins og Vegagerðin fyrirhugar.
  2. Vegna röskunar á gróðurlendum t.a.m. 10 ha í Arnarfirði þar af 4 ha votlendis og í Dýrafirði 12 ha af gróðurlendum þar af votlendi 0.3 ha. leggur Skipulagsstofnun áherslu á mikilvægi þess að Vegagerðin verði í samráði  við landeigendur, Náttúrustofu Vestfjarða og Umhverfisstofnun, um endurheimt þess votlendis sem raskist.

 

Í matsskýrslu Vegagerðarinnar,  með umsókn um framkvæmdaleyfi kemur fram hvernig Vegagerðin muni bregðast við ofangreindum atriðum.

Heimild: Isafjarðarbær.is