Í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar – sem lagt var fram á fundi borgarráðs á fimmtudag – kemur fram að vegna ýmissa öryggisráðstafana og uppsetningu á öryggisgrindverki hafi nokkur bílastæði fallið niður á lóðinni og því hafi skapast þörf fyrir aukabílastæði sem nýst gætu sendiráðinu.
Samkvæmt uppdrætti að deiliskipulagi lóðarinnar er gert ráð fyrir að reisa þriggja metra háa öryggisgirðingu við sendiráðið og þar á einnig að setja upp 18 metra háa fánastöng.
Bandaríska sendiráðið hefur verið á Laufásvegi síðan á fimmta áratug síðustu aldar en festi kaup á húsinu á Engjateigi fyrir tveimur árum. Gert er ráð fyrir að breytingarnar á húsnæðinu kosti um fjóra milljarða en húsið þarf að uppfylla ákveðnar öryggiskröfur sem sendiráð gera.
Heimild: Ruv.is