Home Fréttir Í fréttum Skrúðgarðurinn í Þorlákshöfn fór langt fram úr áætlun án fjárheimildar

Skrúðgarðurinn í Þorlákshöfn fór langt fram úr áætlun án fjárheimildar

484
0

Heildarkostnaður við endurgerð á skrúðgarðinum í Þorlákshöfn fór langt fram úr áætlun en kostnaðurinn var 41,7 milljónir króna. Í fjárhagsáætlunum áranna 2014-2016 var einungis gert ráð fyrir kostnaði upp á 18,7 milljónir. Framkvæmdirnar fóru því 23 milljónum króna fram úr áætlun eða meira en tvöfalt það sem gert var ráð fyrir og rúmlega það.

<>

Ekki var gerður viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa fráviks. Samkvæmt 63. grein sveitarstjórnarlaga er óheimilt að víkja frá fjárhagsáætlun „nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina.“

Í undantekningartilvikum er þó hægt að gera ráðstafanir án þess að samþykkja viðauka fyrirfram en það á aðeins við um framkvæmdir sem þola enga bið og skal þá afla heimildar sveitarstjórnar eins fljótt og auðið er en slíkt var ekki gert í tilviki skrúðgarðsins og erfitt að halda því fram að um hafi verið að ræða framkvæmd sem þoldi enga bið.

Að sögn Gunnsteins Ómarssonar, bæjarstjóra Ölfuss, er helsta ástæðan fyrir þessum mismun vanáætlaður kostnaður við vinnu s.s. vegna lýsingar í garðinum, hellulagnar og hleðslu. „Þessir þættir eru dýrari en upphafleg áætlun ge­rði ráð fyrir og hef­ði mátt sjá fyrir, s.s. í ljósi reynslu af gerð leikskólalóð­arinnar. Það hefði einnig verið eðlilegt að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa fráviks en þar sem ekki var litið á þetta sem forsen­dubreytingar og þetta hafði ekki afgeran­di áhrif á niðurstöðu áætlunar samstæðun­nar var það ekki ger­t. Eftir stendur glæ­silegur skrúðgarður, sem því miður verður stu­ndum fyrir ba­rðinu á skemmdarvörg­um.“

Heimild: Hafnarfréttir.is