Strákagöng (76), endurbætur á rafkerfi
Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbætur á rafkerfi Strákaganga. Verkið felst í að setja upp nýja neyðarstöðvarskápa með símum og slökkvitækjum, bæta lýsingu, leggja ljósleiðara, setja upp lýst umferðarmerki, rafbakhjarla og setja upp iðntölvur og tengja ýmsan búnað við þær.
Helstu magntölur eru:
Aflstrengir 1000 m
Ljósleiðari – single mode, 24 leiðari 1000 m
Uppsetning síma- og slökkvitækjaskápa 6 stk.
Aðaltafla í tæknirými 1 stk.
Varaafl 2 stk.
Upplýst umferðarskilti 6 stk.
Verkinu skal að fullu lokið 1. desember 2015.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Miðahúsavegi 1 Akureyri og í Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 21. apríl 2015. Verð útboðsgagna er 10.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. maí 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.