22.2.2017
Tilboð opnuð 21. febrúar 2017. Gerð mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar auk allra vega og stígagerðar sem nauðsynleg er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Til framkvæmdanna telst einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs meðfram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.
Helstu magntölur eru:
- Rif malbiks og gangstétta 14.000 m2
- Bergskeringar 53.000 m3
- Fyllingar í vegagerð 9.000 m3
- Jarðvegsfyllingar í hljóðvarnir 60.000 m3
- Fláafleygar 2.000 m3
- Lagnaskurðir 3.600 m
- Ofanvatnsræsi 1.000 m
- Brunnar 13 stk.
- Styrktarlag 8.000 m3
- Burðarlag 4.000 m3
- Malbik 52.000 m2
- Gangstígar 2.000 m2
- Kantsteinar 2.200 m
- Vegrið 180 m
- Götulýsing, skurðgröftur og strengur 3.800 m
- Ljósastaurar 80 stk.
- Mótafletir 2.000 m2
- Járnalögn, slakbending 91.000 kg
- Steypa 760 m3
Verkinu skal vera að fullu lokið 1. nóvember 2017.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Munck Íslandi ehf., Kópavogi | 1.052.185.802 | 128,8 | 134.174 |
Ístak hf., Mosfellsbæ | 996.882.833 | 122,0 | 78.871 |
ÍAV ehf., Reykjavík | 979.151.041 | 119,8 | 61.139 |
Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ og Suðurverk ehf., Kópavogi | 918.011.798 | 112,4 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 817.000.000 | 100,0 | -101.012 |