Sveitarfélagið Garður og Útskálasókn hafa komist að samkomulagi um skiptingu kostnaðar vegna framkvæmda við stækkun Útskálakirkjugarðs. Samkvæmt drögum að hönnun og kostnaðarmati gæti heildar kostnaður verkefnisins orðið allt að 35 milljónir króna, sem mun dreifast á nokkur kostnaðarár.
Bæjarráð Garðs samþykkti samning þessa efnis á síðasta fundi sínum og munu sveitarfélagið og Útskálasókn fjármagna verkið í sameiningu.
Heimild: Sudurnes.net