Home Fréttir Í fréttum Fsr stefnir að því að bjóða út framkvæmdir við endurgerð húss 5...

Fsr stefnir að því að bjóða út framkvæmdir við endurgerð húss 5 á Þjóðskjalasafni Íslands

80
0
Þjóðskjalasafn Íslands, hús 5

Framkvæmdasýsla ríkisins stefnir að því að bjóða út framkvæmdir við endurgerð húss 5 á Þjóðskjalasafni Íslands í lok mars eða byrjun apríl.

<>

Þjóðskjalasafnið hefur yfir að ráða fimm fasteignum við Laugaveg og eina við Brautarholt. Ráðast á í endurbætur á svokölluðu húsi fimm, sem snýr upp að Brautarholti.

Húsnæðið er um 2.063 fermetrar að stærð og krefst fasteignin mikils viðhalds, að innan sem utan. Um er að ræða heildarviðgerð á húsinu og er áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins  390 milljónir króna.

Um þessar mundir er unnið að því að ljúka við gerð útboðsgagna. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í maí og að vinnan við þær og uppsetningu búnaðar taki 18 mánuði.
Þegar framkvæmdir eru hafnar verða sérhæfðir geymsluskápar fyrir skjöl sem stofnunin varðveitir boðnir út.